Ragna hćkkar um 6 sćti á heimslistanum

Nýr heimslisti var birtur í morgun af alþjóðlega badmintonsambandinu, Badminton World Federation.  Ragna Ingólfsdóttir er nú í 119. sæti heimslistans í einliðaleik en var í því 125. fyrir viku síðan. 

Ragna er nú í Belgíu þar sem hún keppir í Yonex Belgian International 2010 mótinu.  Hún fór beint inn í aðalmótið og keppir í dag við Sarah Thomas frá Wales.  Thomas er í 172. sæti heimslistans. 

Ef Ragna vinnur Thomas í leik þeirra í dag keppir hún við Juliane Schenk frá Þýskalandi.  Schenk er gríðarlega sterk og er röðuð í fyrsta sæti í einliðaleik kvenna á mótinu.  Schenk er í 11. sæti heimslistans. 

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar um belgíska mótið.

Skrifađ 9. september, 2010
mg