Ragna úr leik á Bitburger Open 2010

Ragna Ingólfsdóttir keppti nú rétt í þessu við Jeanine Cicognini frá Sviss og tapaði leiknum 8-21 og 18-21 á Bitburger Open 2010 mótinu.

Sú svissneska var röðuð númer sjö inn í einliðaleik kvenna á þessu móti en hún er númer 37 á heimslistanum.

Ragna stóð sig mjög vel en hún vann tvo leiki í forkeppninni örugglega. Ragna hefur því lokið keppni á mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifađ 1. september, 2010
mg