Vinnuhópur evrópska kvenna í badminton hefur störf

Badminton Europe hefur sett á laggirnar nefnd sem skoðar stöðu evrópskra kvenna í badminton. Fyrsti fundur nefndarinnar var núna í lok ágúst í París í Frakklandi. 

Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir formaður Badmintonsambands Íslands situr í nefndinni. 

Fyrsti fundurinn fjallaði almennt um stöðu kvenfólks í badminton og skoðuð voru tækifæri kvenna í íþróttinni. 

Fundinn sátu Christine Skropke (Chair / BE Director for Marketing), Corina Dan (Romania / BE Director for Public Relations), Nora Perry (BWF Chair of the Women in Sport), Lidija Petrinovic Zekan (Croatia), Tanja Berg (Denmark), Isabelle Jobard (France), Sigridur Bjarnadottir (Iceland), Brenda Barry (Ireland), Cecilia D'Angelo (Italy), Kari Bunes (Norway), Zuzana Dolinayova Kutlikova (Slovakia), Johanna Persson (Sweden) og starfsmaður Badminton Europe Lina Engl (Development Manager).

 

Women in Badminton

 

Skrifađ 1. september, 2010
mg