Ragna komin inn í ađalmótiđ í Ţýskalandi

Ragna spilaði í gær í forkeppni Bitbrger Open 2010 mótsins í Þýskalandi. 

Hún spilaði fyrst við Kim Buss frá Þýskalandi og vann hana 21-19 og 21-9.  Þá keppti hún við Lindu Sloan frá Skotlandi og vann hana 21-14 og 21-15. 

Ragna er því komin inn í aðalkeppnina sem hefst í dag.  Hún mun keppa við svissnesku stúlkuna Jeanine Cicognini sem er röðuð númer sjö í einliðaleik kvenna. 

Sú svissneska er númer 37 á heimslistanum en Ragna er númer 125. 

Smellið hér til að sjá meira um Bitburger Open 2010. 

Skrifađ 1. september, 2010
mg