Heimsmeistaramótið hófst í dag

Heimsmeistaramótið 2010 í badminton hefst í dag í París í Frakklandi. Danir eiga sterkustu badmintonspilara Evrópu auk Fransmannsins Pi Hongyan.

Í einliðaleik karla eru vonir bundnar við Peter Gade en höllin sem spilað er í er einn af hans uppáhalds badmintonvöllum. Gade er raðaður í annað sæti í einleiðaleik karla en Chong Lee frá Malasíu er raðaður í fyrsta sæti.

Í einliðaleik kvenna er danska stúlkan Tine Baun (áður Rasmussen) röðuð í fjórða sæti en hún er sterkust Evrópubúa inn í einliðaleik kvenna. Í fyrsta sæti er röðuð Yihan Wang frá Kína og í annað sæti er röðuð Saina Nehwal frá Indónesíu. Juliane Schenk frá Þýskalandi sem er okkur hér á Íslandi kunn er röðuð í áttunda sæti í einleiðaleik kvenna.

Til að lesa meira um Heimsmeistaramótið 2010 smellið hér.

Til að sjá niðurraðanir og tímasetningar á Heimsmeistaramótinu 2010 smellið hér.

Skrifað 23. ágúst, 2010
mg