Ókeypis ađgangur ađ Best on Court

Samkvæmt Peter Gade, einum fremsta badmintonspilara heims, er Best on Court frábær síða sem getur hvatt þjálfara og leikmenn í badminton. Þarna er hægt að nálgast tækniæfingar, verða vísari um taktísk efni, fótaburð og alls kyns badmintonæfingar.

Best on Court er fyrsta síðan með kennsluefni í badminton og það er sama hvort um er að ræða byrjendur eða lengra komna í badminton, þetta er eitthvað sem allir geta notið góðs af.

Frír reynslutími er frá 16. ágúst til 16. september 2010. Til að byrja með er stofnaður aðgangur og lykilorð fyrir þá sem vilja prófa er bocfree. 

Smellið hér til að prófa Best on Court.

Skrifađ 19. ágúst, 2010
mg