Ragna að fara á fullt

Nú er að hefjast keppnistörn hjá Rögnu Ingólfsdóttur.  Hún mun keppa á þónokkuð mörgum mótum erlendis á þessu tímabili.  Með því móti safnar hún stigum á heimslistanum en úrslit tíu bestu mótanna telja.

Í lok ágúst mun hún taka þátt í Bitburger Open í Þýskalandi.  Þá keppir hún í haust í Belgíu, á Kýpur og í Hollandi. 

Fylgst verður með Rögnu hér á heimasíðu Badmintonsambandsins og fluttar fréttir af mótunum sem hún tekur þátt í. 

Fyrsta mótið er eins og áður sagði í Þýskalandi 31. ágúst til 5. september.

Skrifað 16. ágúst, 2010
mg