Nordic Camp í fullum gangi á Akranesi

Norrænu æfingabúðirnar Nordic Camp eru nú í fullum gangi á Akranesi.  Þátttakendur eru frá öllum Norðurlöndunum, fjórir frá Svíþjóð, sex frá Danmörku, fimm frá Finnlandi, sex frá Noregi og sex frá Íslandi. 

Þjálfaranámskeið er einnig í gangi og löndin eiga öll fulltrúa á því námskeiði. 

Í dag var æfing milli klukkan 8:00 og 10:30.  Þá fóru allir í hádegismat og síðan var lagt af stað í ferð til Gullfoss og Geysis.  Í kvöld verður aftur æfing.  Á morgun verður æfing fyrir hádegi og mót eftir hádegi. 

Fulltrúar Íslands á Nordic Camp eru Sigríður Árnadóttir TBR, Jóna Kristín Hjartardóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Stefán Ás Ingvarsson UMFA og Halldór Axel Axelsson ÍA. 

Fulltrúar Íslands á þjálfaranámskeiðinu eru Helgi Magnússon, Eiríkur Henn og Róbert Henn.

Skrifað 12. ágúst, 2010
mg