Ţátttakendur í Nordic Camp

Nordic Camp, norrænar æfingabúðir í badminton verða haldnir dagana 11. - 15. ágúst næstkomandi.  Að þessu sinni verða búðirnar haldnar á Íslandi og Laufey Sigurðardóttir og Badmintondeild ÍA munu sjá um búðirnar fyrir hönd BSÍ. 

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið íslenska hópinn sem fer á Nordic Camp og eru það Jóna Kristín Hjartardóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Halldór Axel Axelsson ÍA og Stefán Ás Ingvarsson Aftureldingu sem taka þátt fyrir Íslands hönd.  Nánari upplýsingar um búðirnar munu verða settar inn á heimasíðu BSÍ á næstu dögum.

Skrifađ 27. júlí, 2010
mg