Erfi­ir leikir a­ baki

Badmintonfélag Hafnarfjarðar hefur átt tvær viðureignir á Evrópukeppni félagsliða í Swolle í Hollandi.  Fyrst kepptu þau við rússneska liðið Favorit-Ramonskoe.  BH tapaði þeim viðureignum 0-7.  Rússarnir eru núverandi Evrópumeistarar og því var þetta mjög erfið viðureign. 

Þá keppti lið BH við Sokol Vesely Brno Jehnice frá Tékklandi.  Þeir leikir enduðu með sigri Tékkanna 6-1.  Á morgun, föstudag keppir lið BH við austurríska liðið ASKÖ Traun. 

Lið BH skipa Anna Lilja Sigurðardóttir, Brynja Kolbrún Pétursdóttir, Erla Björg Hafsteinsdóttir, Heiðar B. Sigurjónsson, Hólmsteinn Valdimarsson, Kjartan Ágúst Valsson og Tómas Björn Guðmundsson.  Liðsstjóri er Hörður Þorsteinsson. 

Til að fylgjast með leikjum BH á Evrópukeppninni smellið hér.

Skrifa­ 24. j˙nÝ, 2010
mg