Evrópukeppni félagsliđa - dráttur tilkynntur

Evrópukeppni félagsliða hefst þann 23. júní næstkomandi.  Badmintonfélag Hafnarfjarðar tekur þátt fyrir Íslands hönd. 

Dráttur í keppnina hefur nú verið tilkynntur og mun BH keppa fyrst við rússneska liðið Favorit -Ramenskoe á upphafsdegi mótsins.  Þá keppir BH við tékkneska liðið Sokol Vesely Brno Jehnice fimmtudaginn 24. júní.  Föstudaginn 25. júní keppnir BH síðan við austurríska liðið ASKÖ Traun. 

Það verða að sjálfsögðu fréttir inni á badminton.is af gengi BH á Evrópukeppninni. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifađ 16. júní, 2010
mg