Ragna úr leik á opna spænska mótinu

Ragna Ingólfsdóttir lék í dag einliðaleik á opna spænska mótinu gegn ensku stúlkunni Sarah Walker.  Leikurinn fór í odd og endaði með sigri Walker 21-18, 9-21 og 21-18. 

Walker er í 279. sæti heimslistans en Ragna í því 144.

Ragna er því úr leik á mótinu.

Walker spilaði næst gegn úkraínsku stúlkunni Larisa Griga sem var röðuð í fjórða sæti mótsins.  Walker tapaði leiknum 18-21 og 15-21.

Til að sjá fleiri úrslit á mótinu smellið hér.

Skrifað 21. maí, 2010
mg