Kórea og Kína heimsmeistarar landsliđa

Heimsmeistarakeppni landsliða, Thomas og Uber Cup fór fram dagana 9. – 16. maí síðastliðinn.

Kórea, ekki Kína, unnu Uber Cup árið 2010. Kvennalið Kóreu kom öllum á óvart með því að sigra Kínverja í úrslitum.

Í Thomas Cup sýndi karlalandslið Kína yfirburði sína þegar þeir sigruðu Indónesíu.

Því miður komust engar Evrópuþjóðir í undanúrslit keppnanna. Í karlakeppninni lentu Danir, Þjóðverjar og Pólverjar allir í sama riðlinum. Danmörk og Þýskaland komust upp úr riðli en duttu síðan út á móti Malasíu og Japan.

Rússnesku stúlkurnar felldu þær dönsku úr keppni í Uber Cup í 8 liða úrslitum.

Til að sjá úrslit í Thomas og Uber Cup smellið hér.

Skrifađ 18. maí, 2010
mg