BH tekur ţátt í Evrópukeppni félagsliđa

Sigurvegari meistaraflokks í Deildakeppni BSÍ öðlast rétt til þátttöku í Evrópukeppni félagsliða.  TBR gaf frá sér réttinn til BH sem lenti í sæti fyrir neðan TBR. 

Forsvarsmenn BH hafa tekið ákvörðun um að senda lið út í keppnina sem verður að þessu sinni haldin í Zwolle í Hollandi dagana 23. - 27. júní næstkomandi. 

Síðastliðin þrjú ár hefur rússneskt lið sigrað Evrópukeppni félagsliða en keppnin hefur verið haldin árlega síðan 1978.  Upphaflega var hún haldin í Goppingen í Þýskalandi. 

Smellið hér til að sjá meira um Evrópukeppni félagsliða.

Skrifađ 18. maí, 2010
mg