Evrópusumarskóli Badminton Europe

Sumarskóli Badminton Europe verður haldinn í Pressbaum í Austurríki dagana 17. - 24. júlí næstkomandi. 

Þátttakendur frá Íslandi verða sex, María Árnadóttir TBR, Thomas Þór Thomsen TBR, Elisabeth Christiansen TBR, Kristinn Ingi Guðjónsson BH, Ólafur Örn Guðmundsson BH og Hulda Lilja Hannesdóttir TBR. 

Alls verða þátttakendur 52 talsins frá 17 löndum.  Á sama tíma verður haldið þjálfaranámskeið.  Ísland á þar eitt sæti.

 

Pressbaum í Austurríki, Evrópusumarskólinn 2010

 

Skrifađ 6. maí, 2010
mg