Allir Íslendingarnir úr leik í einliðaleik karla

32-liða úrslitum í einliðaleik karla á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland Express International var að ljúka. Allir íslensku leikmennirnir töpuðu sínum leikjum og eru því úr leik á mótinu. Hin ungi og efnilegi Atli Jóhannesson var næst því að vinna sinn leik en hann lék mjög vel gegn Tékkanum Pavel Florián og þurfti þrjár lotur til að knýja fram úrslit. 16-liða úrslitin í einliðaleik karla verða leikin klukkan 18.00 í kvöld. Nú fer fram keppni í einliðaleik kvenna. Hægt er að skoða leiki dagsins með því að smella hér.

Skrifað 9. nóvember, 2007
ALS