Ragna upp um 29 sćti á heimslistanum

Ragna Ingólfsdóttir flaug upp um 29 sæti á heimslistanum í einliðaleik kvenna eftir frammistöðu sína á Evrópumótinu í Manchester í síðustu viku. Þar komst hún í 16 manna úrslit, fyrst íslenskra kvenna.

Nýr listi var gefinn út á fimmtudag og þar er Ragna í 143. sætinu en var í 172. sæti í vikunni á undan.

Þrjár aðrar íslenskar konur eru á heimslistanum, Karitas Ósk Ólafsdóttir í 400. sæti, Snjólaug Jóhannsdóttir í 457. sæti og Rakel Jóhannesdóttir í 493. sæti.

Helgi Jóhannesson hefur líka hækkað sig töluvert en hann er nú í 251. sæti í einliðaleik en var í 274. sæti.  Magnús Ingi Helgason fer upp um 4 sæti og er í 478. sæti. 

Smellið hér til að sjá heimslistann í badminton.

Skrifađ 24. apríl, 2010
mg