Danir komu, sáu og sigruđu á Evrópumótinu

Í dag varð Peter Gade Evrópumeistari í einliðaleik karla. Hann sigraði Jan Jørgensen 21-14 og 21-11. Jan og Peter eru báðir danskir.

Í einliðaleik kvenna varð Tine Rasmussen frá Danmörku Evrópumeistari en hún sigraði Juliane Schenk frá Þýskalandi í oddalotu 21-19, 14-21 og 21-18.

Í tvíliðaleik karla urðu Danirnir Lars Paaske og Jonas Rasmussen Evrópumeistarar. Þeir sigruðu Danina Mathias Boe og Carsten Mogensen 24-22 og 22-20.

Evrópumeistarar í tvíliðaleik kvenna urðu rússnesku stelpurnar Valeria Sorokina og Nina Vislova. Þær sigruðu Petya Nedelcheva frá Búlgaríu og Anastasia Russkikh frá Rússlandi 21-18 og 21-14.

Í tvenndarleik urðu Evrópumeistarar danska parið Thomas Layboarn og Kamilla Rytter Juhl. Þau sigruðu pólska parið Robert Mateusiak og Nadiezda Kostiuczyk í hörkuspennandi oddaleik 21-19, 18-21 og 21-12.

Danir sigruðu því í einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og tvenndarleik. Danir voru með 8 leikmenn í úrslitaleikjum og 6 af þeim hrepptu gullið.

Til að sjá fleiri úrslit á Evrópumótinu smellið hér.

Skrifađ 18. apríl, 2010
mg