Úrslit á Evrópumótinu ráðast í dag

Á Evrópumótinu í Manchester mætast í úrslitum í einliðaleik karla Danirnir Peter Gade og Jan Jørgensen.

Í einliðaleik kvenna etja kappi þær Juliane Schenk frá Þýskalandi og Tine Rasmussen frá Danmörku.

Í úrslitum tvíliðaleik karla keppa Mathias Boe og Carsten Mogensen frá Danmörku og Lars Paaske og Jonas Rasnussen sem einnig eru frá Danmörku.

Í tvíliðaleik kvenna mæta Petya Nedelcheva frá Búlgaríu og Anastasia Russkikh frá Rússlandi sem að mæta rússnesku stöllunum Valeria Sorokina og Nina Vislova.

Í tvenndarleik keppir danska parið Thomas Laybourn og Kamilla Rytter Juhl við pólska parið Robert Mateusiak og Nadiezda Kostiuczyk.

Skrifað 18. apríl, 2010
mg