Landsliđiđ strandaglópar í Manchester

Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli er landsliðið fast í Manchester. 

Magnús Ingi átti að fljúga til Danmerkur í morgun en öllu flugi var aflýst vegna öskufalls í Evrópu.  Hann átti því að fara í fyrramálið en því flugi hefur einnig verið aflýst. 

Háloftavindar eru þannig að aska berst enn til Englands og Norður Evrópu.  Það verður því að bíða og sjá hvenær fólk kemst til síns heima. 

Ragna, Helgi og Árni Þór landsliðsþjálfari eiga að koma til Íslands á sunnudagskvöldið.

Skrifađ 16. apríl, 2010
mg