Glćsilegur árangur hjá Rögnu

Ragna Ingólfsdóttir datt út í 16 manna úrslitum á Evrópumótinu í badminton í leik gegn Hollendingnum Judith Meulendijks sem er röðuð númer 7. Leikurinn fór 21-15 og 21-10.

Ragna er fyrst íslenskra kvenna til að ná svo langt að komast í 16 kvenna úrslit á Evrópumóti. Glæsilegur árangur það.

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason töpuðu í fyrstu umferð gegn Írunum Sam Magee og Tony Stephenson 21-16 og 21-10 og eru því úr leik.

Íslensku keppendurnir hafa því lokið keppni á mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu. 

Smellið hér til að fylgjast með "Live Score".

Skrifađ 15. apríl, 2010
mg