Ragna komin í 16 manna úrslit á Evrópumótinu

Ragna Ingólfsdóttir sigraði sinn annan leik á Evrópumótinu í Manchester með því að leggja Mille Congstad 21-7 og 21-8. Hún er því komin í 16 manna úrslit í einliðaleik og keppir næst við Judith Meulendijks frá Hollandi sem er í 28. sæti heimslistans. Hún er röðuð í 7.sæti.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í mótinu.

Smellið hér til að sjá "Live Score" á mótinu.

 

Evrópumótið í Manchester 2010

 

Skrifað 14. apríl, 2010
mg