Dráttur í Evrópumótiđ tilkynntur

Fyrsti leikur Íslenska landsliðsins í Evrópukeppninni í Manchester fer fram á miðvikudaginn klukkan 10.

Þá keppir Helgi Jóhannesson við Rússann Vladimir Valkov. Tuttugu mínútum síðar keppir Ragna Ingólfsdóttir við spænsku stúlkuna Sandra Chirlaque.

Seinna um daginn, klukkan 14:40, keppa Helgi og Ragna í tvenndarleik við úkraínska parið Valeriy Atrashchenkov og Elena Prus.

Íslensku keppendurnir fljúga út til Manchester á mánudaginn og verður fylgst vel með þeim á heimasíðunni, www.badminton.is.

Til að sjá leikjaniðurröðun og tímasetningar smellið hér.

Skrifađ 9. apríl, 2010
mg