Ţátttakendur í Evrópusumarskóla Badminton Europe

Evrópusumarskólinn verður haldinn í Pressbaum rétt fyrir utan Vínarborg í Austurríki 17-24 júlí 2010.

 

Pressbaum í Austurríki, Evrópusumarskólinn 2010

 

Sumarskólinn hefur verið haldinn í 25 ár fyrir U-19 en hefur nú verið breytt í U-17. Þessu var breytt í janúar s.l. og vegna þess hversu seint því var breytt hefur líka verið samþykkt að blanda saman U-19 og U-17 sumarið 2010.

Ísland hefur tök á að senda fjóra þátttakendur, tvo stráka og tvær stelpur. Árni Þór landsliðsþálfari hefur valið hópinn sem fer í ár en það eru að þessu sinni:

  • Kristinn Ingi Guðjónsson BH
  • María Árnadóttir TBR
  • Thomas Thor Thomsen TBR
  • Hulda Lilja Hannesdóttir TBR

Á næsta ári, 2011, verður bara U-17 heimilt að taka þátt sem er árgangur 1995 og fara fjórir leikmenn úr þeim árgangi(flokki) á næsta ári, tveir strákar og tvær stelpur.

Smellið hér til að færðast meira um Evrópusumarskóla Badminton Europe.

Skrifađ 6. apríl, 2010
mg