Ragna og Katrín Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna

Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir TBR eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna 2010. Þær sigruðu í úrslitaleik Tinnu Helgadóttur og Snjólaugu Jóhannsdóttur eftir oddalotu TBR 23-21, 19-21 og 21-6.

Úrslitaleikurinn í tvíliðaleik kvenna var í upphafi mjög jafn og skemmtilegur. Liðin skiptust á að hafa forystu og skemmtu áhorfendum með frábæru spili og mjög jöfnum leik. Jafnt var í fyrri lotunni 19-19, 20-20 og 21-21.Lotan endaði með sigri Rögnu og Katrínar 23-21.

Í annarri lotunni voru Tinna og Snjólaug með töluverða yfirburði framanaf og voru yfir 11-5. Seinni hluti lotunnar var mjög jafn en lotan endaði með sigri Tinnu og Snjólaugar 21-19.

Ragna og Katrín sýndu yfirburði í seinustu lotunni sem endaði með sigri þeirra 21-6.

 

Katrín Atladóttir og Ragna Ingólfsdóttir Íslandsmeistarar í tvíðliðaleik kvenna 2010.  Í öðru sæti urðu Snjólaug Jóhannsdóttir og Tinna Helgadóttir

 

Þetta er fimmti Íslandsmeistaratitill þeirra Rögnu og Katrínar í tvíliðaleik kvenna en þær unnu 2003, 2006, 2007 og 2008.

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja á Meistaramóti Íslands 2010.

Skrifað 28. mars, 2010
mg