Muniđ afmćlishátíđina á morgun

Í tilefni af 40 ára afmæli Badmintonsambands Íslands 5.nóvember síðastliðin verður blásið til afmælishátíðar laugardaginn 10.nóvember kl. 15.00-16.30. Allir badmintonáhugamenn er boðnir hjartanlega velkomnir á hátíðina sem fer fram í TBR húsunum. Boðið verður uppá kaffi og með því. Veittar verða heiðursviðurkenningar fyrir góð störf í þágu badmintonhreyfingarinnar, glæsilegt afmælisblað verður gefið út ásamt því að nýr badmintonmyndavefur verður opnaður. Stjórn Badmintonsambandsins vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og fagna 40 ára afmælinu. Smelltu hér til að hlaða niður boðskortinu þínu.
Skrifađ 9. nóvember, 2007
ALS