Ragna Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna

Ragna Ingólfsdóttir sigraði Tinnu Helgadóttur Íslandsmeistara frá því í fyrra í úrslitum einliðaleiks kvenna á Meistaramótinu. Ragna hafði yfirhöndina allan leikinn og sigraði 21-16 og 21-3.

Sigur Rögnu í dag var sjöundi Íslandsmeistaratitill hennar í einliðaleik kvenna. Í fyrra tók Ragna ekki þátt í Meistaramóti Íslands þarf sem hún var að jafna sig eftir aðgerð á hné.

Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson Íslandsmeistarar í einliðaleik 2010

Nú er í gangi tvíliðaleikur karla þar sem Íslandsmeistarar síðasta árs þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason TBR mæta gömlu kempunum Brodda Kristjánssyni og Þorsteini Páli Hængssyni TBR.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á Meistaramót Íslands í badminton með því að smella hér.

Skrifað 28. mars, 2010
mg