Helgi Íslandsmeistari í einliðaleik í fimmta skipti

Helgi Jóhannesson varði Íslandsmeistaratitil sinn í einliðaleik karla þegar hann sigraði Kára Gunnarsson í úrslitum 21-19 og 21-19.

Þetta er fimmti Íslandsmeistaratitill Helga en hann sigraði líka árin 2005, 2006, 2008 og 2009. Helgi og Kári léku báðir frábærlega í úrslitaleiknum en Helgi sigraði á endanum eftir jafnan leik.

 

Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson Íslandsmeistarar í einliðaleik 2010

 

Nú er í gangi einliðaleikur kvenna í meistaraflokki en þar leika þær Tinna Helgadóttir TBR og Ragna Ingólfsdóttir TBR. Í þeim leik ver Tinna Helgadóttir Íslandsmeistaratitil sinn

Hægt er að fylgjast með gangi mála á Meistaramóti Íslands í badminton með því að smella hér.

Einnig er hægt að horfa á beina útsendingu á www.ruv.is.

Skrifað 28. mars, 2010
mg