Magnús Ingi og Tinna Helgabörn Íslandsmeistarar í tvenndarleik

Íslandsmeistarar í tvenndarleik 2010 eru systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn. Þau sigruðu í úrslitum Arthúr Geir Jósefsson og Halldóru Jóhannsdóttur 21-15 og 21-7.

Fyrri lotan var jafnari en í seinni lotunni voru Magnús og Tinna með yfirhöndina frá upphafi og sigruðu nokkuð auðveldlega.

Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Magnúsar og Tinnu í tvenndarleik en þau hafa nú sigrað í tvenndarleik þrjú ár í röð og hafa því fengið bikara til eignar.

Vigdís Ásgeirsdóttir stjórnarmaður Badmintonsambands Íslands afhenti systkinunum Íslandsmeistarabikarana.

 

Tinna Helgadóttir og Magnús Ingi Helgason Íslandsmeistarar í tvenndarleik 2010.  Í öðru sæti urði Arthúr Geir Jósefsson og Halldóra Jóhannsdóttir

 

Nú er í gangi úrslitaleikur í einliðaleik karla þar sem þeir Helgi Jóhannesson og Kári Gunnarsson etja kappi.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Meistaramóti Íslands í badminton.

Smellið hér til að sjá beina útsendingu RÚV af úrslitaleikjum.

Skrifað 28. mars, 2010
mg