Hart barist á Meistaramóti Íslands

Meistaramót Íslands í badminton hófst í TBR húsunum við Gnoðarvog seinni partinn í dag.

Keppni hófst á einliðaleikjum í Meistaraflokki, A- og B-flokki. Mjög hart var barist í leikjum dagsins sem voru margir mjög óvenju jafnir.

Keppni hefst á morgun klukkan níu með tvenndarleikjum í A-flokki og síðan tvenndarleikjum í Meistaraflokki.

 

Meistaramót Íslands 2010

 

Smellið hér til að skoða úrslit dagsins.

Smellið hér til að sjá myndir úr leikjum dagsins. 

Smellið hér til að sjá leiki morgundagsins.

Skrifað 26. mars, 2010
mg