Hverjir verða Íslandsmeistarar í badminton

Á morgun hefst Meistaramót Íslands í TBR húsunum við Gnoðarvog og ljóstað það er mikil spenna framundan. Á mótinu keppir besta badmintonfólklandsins um Íslandsmeistaratitlana eftirsóttu.

Til leiks eru skráðir147 keppendur frá níu félögum víðsvegar af landinu, Aftureldingu, BH,Hamri, Huginn, ÍA, KR, TBA, TBR og UMSB. Fjölmennastir eru TBR-ingar enfyrir þeirra hönd keppa 91 leikmenn á mótinu. Næst fjölmennastir eru BHsem sendir 16 leikmenn til keppni.

Íþróttahúsið við Strandgötu. Meistaraflokkur - einliðaleikur kvenna. 1. Tinna Helgadóttir, TBR. 2. Karitas Ósk Ólafsdóttir, ÍA.Í einliðaleik kvenna er búist við aðÍslandsmeistari síðasta árs, Tinna Helgadóttir, etji kappi við RögnuIngólfsdóttur Ólympíufara. Ragna fór eins og kunnugt er íkrossbandaaðgerð eftir Ólympíuleikana í Peking en er komin á fullt íkeppni á nú. Tinna hefur spilað með úrvalsdeildarliði Dana, Greve, oghefur staðið sig með prýði þar. Þær Karitas Ósk Ólafsdóttir, ÍA, ogSnjólaug Jóhannsdóttir, TBR, eru einnig mjög sterkar í meistaraflokkikvenna þetta árið enda hafa verið sigursælastar á mótunum hér heima ívetur.

Helgi Jóhannesson, TBR, er með fyrstu röðun í einliðaleik karlaá mótinu og því talinn líklegur til að verja titil sinn um helgina.Hann hefur ekki keppt á öllum mótum hérlendis í vetur enda spilar Helgimeð annarrar deildar liði Dana, Randers. Hann hefur samt sigrað íeinliðaleik karla á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í hérlendis.Magnús Ingi Helgason, TBR, mun þó án efa veita honum mikla keppni þráttfyrir að vera ekki með röðun. Magnús spilar með annarrar deildar liðiDana, Greve2, og hefur verið búsettur í Danmörku í vetur. Hann hefurþví einunigs tekið þátt í einu móti hérlendis í vetur. Á síðasta mótiBSÍ, Deildakeppninni, sigraði Atli Jóhannesson Helga í fyrsta skipti íeinliðaleik. Atli er raðaður í annað sætið. Það má því búast viðhörkukeppni í einliðaleik karla í Meistaraflokki.

Í tvíliðaleik kvennaí Meistaraflokki hafa Ragna og Katrín Atladóttir sigrað á síðustufjórum mótum sem þær hafa tekið þátt í. Skagastúlkurnar Karitas ÓskÓlafsdóttir og Birgitta Rán Ásgeirsdóttir koma fast á hæla þeirra.Þessi tvö pör sem tróna á toppi styrkleikalistans þykja einna líklegusttil að taka titil í TBR húsunum um helgina. Þá verður að líta tilþess að Brynja Pétursdóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH urðu íöðru sæti á Iceland International í nóvember síðastliðnum.

Íþróttahúsið við Strandgötu. Meistaraflokkur - tvíliðaleikur karla. Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson, TBR, í rauðu. Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson, TBR, í bláu.Þeir HelgiJóhannesson og Magnús Ingi Helgason, TBR, hafa verið í algjörumsérflokki tvíliðaleikspara hérlendis síðustu ár ásamt því að þeir hafanáð mjög góðum árangri í alþjóðlegri keppni. Þeir urðu Íslandsmeistararsaman árin 2007, 2008 og 2009 og unnu sér því tvíliðaleiksbikarana tileignar í fyrra. Öldungarnir Broddi Kristjánsson og Þorsteinn PállHængsson, TBR, og Arthúr Geir Jósepsson og Einar Óskarsson TBR erueinna líklegastir til að gera þeim erfitt fyrir að halda titlinum.

Tvenndarleikurinn er eins og svo oft áður sú grein þar sem erfiðast erað spá fyrir um úrslit. Mjög mörg jöfn og góð lið eru skráð til keppnií ár og því allt opið í báða enda. Núverandi Íslandsmeistarar,systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn, teljast líkleg til að geragóða hluti um helgina. Þau urðu Íslandsmeistarar í fyrra og hafa spilaðmjög vel í dönsku deildinni í vetur. Þá er einnig vert að fylgjast velmeð þeim Atli Jóhannessyni og Snjólaugu Jóhannsdóttur sem hafa staðiðsig mjög vel í vetur.

Það er ekki aðeins keppt um Íslandsmeistaratitlaí meistaraflokki um helgina. Leikmenn í A, B og öldungaflokkum munueinnig etja kappi um þann mikla heiður að krýnast Íslandsmeistarar.Keppt er í tveimur flokkum öldunga 50+ og 60+.

Í A-flokki keppa margiraf bestu leikmönnum unglingalandsliðanna ásamt leikmönnum á ýmsum aldrisem sumir hverjir hafa keppt í meistaraflokki á árum áður.

B-flokkurinner gjarnan mjög breiður aldurslega séð en þar keppir jafnan skemmtilegblanda af yngri og eldri leikmönnum.

Smellið hértil að skoða niðurröðun og tímasetningar Meistaramóts Íslands 2010.

Upplýsingar um Íslandsmeistara í badminton frá upphafi má nálgast meðþví að smella hér.

Skrifað 25. mars, 2010
mg