Norðurlandaráðstefna í dag

Það er heldur betur mikið um að vera hjá Badmintonsambandinu um þessar mundir. Iceland Express International fer fram um helgina og haldið verður uppá 40 ára afmæli sambandsins á laugardag. Auk þessa fer fram hér á landi ráðstefna allra framkvæmdastjóra og formanna Badmintonsambanda Norðurlandanna, Nordisk Kongres. Ráðstefnan fer fram í dag föstudag en þar verður rætt um sameiginleg málefni Norðurlandanna í badminton. Á döfunni er meðal annars að útbúa sameiginlegan mótavef til að auðvelda leikmönnum að taka þátt í mótum hjá hinum Norðurlöndunum. Það eru þær Ása Pálsdóttir, framkvæmdastjóri BSÍ, og Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður BSÍ, sem sitja ráðstefnuna fyrir hönd Íslands.
Skrifað 9. nóvember, 2007
ALS