Greve2 sigrađi Skovshoved2 (O)

Greve2, lið Magnúsar Inga Helgasonar, sigraði Skovshoved2 í milliriðli dönsku deildarinnar á laugardaginn 8-5. 

Magnús spilaði tvo leiki, einliðaleik við Lars Klintrup og tvíliðaleik.  Einliðaleikinn vann Magnús eftir oddalotu 21-11, 15-21 og 21-13.  Tvíliðaleikinn spilaði Magnús með Jens Eriksen gegn Jeppe Sörensen og Peter Hasbak.  Magnús og Eriksen sigruðu einnig eftir oddalotu 23-21, 19-21 og 21-10. 

Eftir leikinn er Greve2 í fjórða sæti riðilsins.  Nordsjælland2 er í fimmta sæti en á leik til góða.  Efstu fjögur liðin í riðlinum haldast í annarri deild en neðstu liðin falla í þriðju deild á næsta tímabili. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í leiknum.

 

Evrópukeppni landsliða - Undankeppni Thomas og Uber Cup. Magnús Ingi Helgason

 

Skrifađ 16. mars, 2010
mg