Vinningshafar á Límtrésmóti KR

Límtrésmót KR var haldið í Íþróttahúsi KR við Frostaskjól um helgina. Keppt var í öllum flokkum nema tvíðleik kvenna í B-flokki.

Vinningshafar voru eftirtaldir. Í meistaraflokki: Í einliðaleik karla sigraði Daníel Thomsen TBR og í öðru sæti varð Arthúr Geir Jósefsson TBR. Í einliðaleik kvenna vann Ragna Ingólfsdóttir TBR og í öðru sæti hafnaði Karitas Ósk Ólafsdóttir ÍA. Í tvíliðaleik karla unnu Bjarki Stefánsson TBR og Daníel Thomsen TBR. Í öðru sæti urðu Egill Guðlaugsson ÍA og Róbert Þór Henn TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Ragna Ingólfsdóttir TBR og Katrín Atladóttir TBR. Birgitta Ásgeirsdóttir ÍA og Karitas Ósk Ólafsdóttir ÍA höfnuðu í öðru sæti. Í tvenndarleik unnu Daníel Thomsen TBR og Ragna Ingólfsdóttir TBR. Í öðru sæti urðu Arthúr Geir Jósefsson TBR og Halldóra Elín Jóhannsdóttir TBR. Daníel Thomsen og Ragna Ingólfsdóttir unnu þrefalt á mótinu.

Í A-flokki urðu úrslit eftirfarandi. Í einliðaleik karla vann Birkir Steinn Erlingsson TBR og í öðru sæti varð Reynir Guðmundsson KR. Í einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR og í öðru sæti hafnaði Sara Högnadóttir TBR. Í tvíliðaleik karla unnu Jónas Baldursson TBR og Kjartan Pálsson TBR og í öðru sæti höfnuðu Andrés Ásgeir Andrésson UMFA og Sigurjón Jóhannsson UMFA. Í tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sara Högnadóttir TBR. Þær unnu Elisabeth Christiansen TBR og Maríu Árnadóttur TBR. Í tvenndarleik unnu Jónas Baldursson TBR og María Árnadóttir TBR. Í öðru sæti urðu Ívar Oddsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR.

Daníel Jóhannesson TBR vann í einliðaleik karla í B-flokki. Í öðru sæti varð Guðni Agnar Ágústsson TBR. Önnur úrslit í B-flokki voru: Í einliðaleik kvenna sigraði Hulda Lilja Hannesdóttir TBR. Í öðru sæti varð Unnur Björk Elíasdóttir TBR. Í tvíliðaleik karla sigurðu Guðni Agnar Ágústsson TBR og Hilmar Páll Hannesson TBR þá Andra Pál Alfreðsson TBR og Daníel Jóhannesson TBR. Í tvenndarflokki unnu systkinin og tvíburarnir Hilmar Páll og Hulda Lilja Hannesbörn TBR þau Daníel Jóhannesson TBR og Unni Björk Elíasdóttur TBR.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Límtrésmóti KR.

Smellið hér til að sjá stöðu á styrkleikalista BSÍ þann 15. mars 2010.

Skrifađ 16. mars, 2010
mg