Forkeppni Ólympíuleika ungmenna

Fyrstu Ólympíuleikar ungmenna verða haldnir í Singapore í ágúst næstkomandi. Forkeppni Evrópu verður haldin um næstu helgi, frá 19. - 21. mars. 

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið Elínu Þóru Elíasdóttur og Nökkva Rúnarsson til að taka þátt fyrir Íslands hönd. 

Forkeppnin er haldin í Svendborg í Danmörku og þáttakendur eru 37 talsins, 18 drengir og 19 stúlkur. 

Dregið var í mótið í dag en keppt er í riðlum.  Elín Þóra er með dönsku stúlkunni Lene Clausen og tyrknesku stúlkunni Özse Bayrak í riðli.  Bayrak er rönkuð í fimmta sæti.  Nökkvi er með Svíanum Mikael Westerback og Frakkanum Lucas Claerbout í riðli.  Claerbout er rankaður í fjórða sæti. 

Til að sjá niðurröðun í mótið smellið hér.

Þeir fimm efstu munu síðan halda til Singapore í ágúst.

Skrifađ 16. mars, 2010
mg