Síðasti skráningardagur á Meistaramót Íslands er á miðvikudaginn

Meistaramót Íslands verður haldið í TBR húsunum við Gnoðarvog dagana 26. - 28. mars næstkomandi.

Keppt verður í Meistaraflokki, A-flokki, B-flokki, Æðstaflokki og Heiðursflokki.  Spilað verður í öllum flokkum ef næg þátttaka fæst.

Þátttöku skal tilkynna til BSÍ á bsi@badminton.is í síðasta lagi miðvikudaginn 17. mars. 

Þátttökugjöld eru kr. 2.500 í einliðaleik og 2.000 í tvíliða- og tvenndarleik.

Þeir sem eru með farandbikara í sínum fórum eru beðnir um að skila þeim í TBR-húsið í seinasta lagi á morgun, 16. mars.

Skrifað 15. mars, 2010
mg