Hádegisfundur ÍSÍ nćsta föstudag

ÍSÍ boðar til hádegisfundar föstudaginn 28. september næstkomandi kl. 12.00-13.00 í sal E íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Anna Guðrún Steindórsdóttir mun kynna niðurstöður BS-lokaritgerðar sinnar frá KHÍ, íþróttabraut, um íþróttafréttir í dagblöðum.  Rannsókn Önnu er afar athyglisverð og marktækari en aðrar sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á sama efni vegna þess að hún nær yfir heilt ár og þar með öll tímabil íþróttagreinanna. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Opnað verður fyrir fyrirspurnir í lok fundar.

Hér er vissulega um að ræða málefni sem er þarft fyrir badmintonhreyfinguna að skoða og fylgjast betur með.

Skrifađ 25. september, 2007
ALS