═slenska U19 li­i­ hefur loki­ keppni ß German Junior 2010

Íslensku keppendurnir á German Junior 2010 hafa allir lokið keppni eftir daginn í dag.

Í tvenndarleik töpuðu Haukur Stefánsson og Sunna Ösp Runólfsdóttir 11-21 og 11-21 fyrir danska parinu Nikolai Overgaard og Mette Poulsen og Kári Gunnarsson og Berta Sandholt töpuðu fyrir Lucas Corvee og Audrey Fontaine frá Frakklandi 13-21 og 16-21.

Í einliðaleik tapaði Kári fyrir Joo Young Yoon 18-21 og 15-21. Sunna hlaut lægri hluta gegn Fabienne Deprez 9-21 og 9-21. Berta tapaði fyrir So Young Park 8-21 og 6-21.

Í tvíliðaleik töpuðu Jónas Baldursson og Haukur fyrir Benjamin Schlemmer frá Austurríki 15-21 og 18-21. Kári og Egill G. Guðlaugsson töpuðu naumlega fyrir Raphael Beck og Fabian Scherben frá Þýskalandi 15-21 og 21-23.

Þar með eru allir íslensku keppendurnir úr leik á mótinu.

Til að sjá fleiri úrslit á mótinu smellið hér.

Skrifa­ 12. mars, 2010
mg