German Junior 2010 - seinni partur fyrsta dags

Íslenska U19 landsliðið keppti á German Junior 2010 í dag.

Kári Gunnarsson sigraði í einliðaleik karla Þjóðverjann Peter Lang 21-19 og 21-15. Aðrir leikir í lok dagsins enduðu með tapi íslenska liðsins. Jónas Baldursson spilaði við Walesbúann Jamie Van Hooijdonk í einliðaleik og tapaði 10-21 og 11-21. Egill G. Guðlaugsson tapaði í einliðaleik fyrir Dananum Morten Brödbæk 16-21 og 17-21.

Berta Sandholt og Elín Þóra Elíasdóttir kepptu í tvíliðaleik við Lucie Havlova og Zuzana Pavelková frá Tékklandi og töpuðu leiknum 12-21 og 13-21. Að lokum spiluðu Jóhanna Jóhannsdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir við stöllurnar Meike Behrens og Tabea Sänger frá Þýskalandi og töpuðu naumlega og 9-21.

Til að sjá fleiri úrslit á mótinu smellið hér.

Til að sjá leiki morgundagsins smellið hér.

Skrifađ 11. mars, 2010
mg