German Junior 2010 - fyrsti dagur

Íslenska U19 landsliðið hefur nú keppt sjö leiki á German Junior 2010 mótinu í Berlín í Þýskalandi.

Kári Gunnarsson og Berta Sandholt unnu í tvenndarleik Skotana Craig Pollock og Kristy Gilmour 21-17 og 21-17.

Í tvíliðaleik karla unnu Kári og Egill G. Guðlaugsson Philip Aspinall og Harley Towler frá Englandi 21-19 og 21-13.

Í tvenndarleik töpuðu Egill og Elín Þóra Elíasdóttir naumlega eftir oddalotu fyrir Jan Borsutzki frá Þýskalandi og Zuzana Pavelkova frá Tékklandi 14-21, 21-18 og 18-21.

Jónas Baldursosn og Jóhanna Jóhannsdóttir töpuðu í tvenndarleik fyrir Kóreubúunum Dae Sun Kim og Eun Byul Ko 21-11 og 21-14.

Í einliðaleik kvenna tapaði Elín Þóra fyrir So Hee Lee frá Kóreu 21-10 og 21-4. Jóhanna tapaði fyrir Lauren Meheust frá Frakklandi 21-11 og 21-17. Berta fékk gefins leik sinn gegn Inken Wienefeld frá Þýskalandi og fer því beint í aðra umferð í einliðaleik kvenna.

Í einliðaleik karla tapaði Haukur Stefánsson fyrir Young Woong Ha frá Kóreu 21-5 og 21-10.

Þrír einliðaleikir karla eru eftir í dag en Jónas keppir við Jamie Van Hooijdonk frá Wales, Kári við Peter Lang frá Þýskalandi og Egill keppir við Morten Brödbæk frá Danmörku seinna í dag.

Þá spila Berta og Elín við Lucie Havlova og Zuzana Pavelková frá Tékklandi seinna í dag og Jóhanna og Sunna Ösp Runólfsdóttir spila gegn Meike Behrens og Tabea Sänger frá Þýskalandi. Úrslit úr þeim leikjum koma hér inn á síðuna seinna í dag.

Til að sjá fleiri úrslit á German Junior 2010 smellið hér.

 

U19 landslið Íslands - mars 2010

 

Skrifađ 11. mars, 2010
mg