Rakel ekki međ til Ţýskalands

U19 landslið Íslands í badminton er komið til Berlínar í Þýskalandi til að taka þátt í German Junior 2010.  Mótið hefst fimmtudaginn 11. mars. 

Rakel Jóhannesdóttir meiddist því miður á Íslandsmóti unglinga um helgina og komst því ekki í ferðina.  Í hennar stað kom Berta Sandholt. 

Keppendur fyrir Íslands hönd eru Egill G. Guðlaugsson, Haukur Stefánsson, Jónas Baldursson, Kári Gunnarsson, Elín Þóra Elíasdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Sunna Ösp Runólfsdóttir og Berta Sandholt. 

Íslensku keppendurnir munu allir taka þátt í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu. 

Nánari fréttir um leiki íslenska liðsins verða hér á síðunni um leið og úrslit liggja fyrir.

 

U19 landslið Íslands - mars 2010

 

Skrifađ 9. mars, 2010
mg