Íslandsmót unglinga - annar dagur

Íslandsmót unglinga fer fram á Akranesi nú um helgina.

 

Íslandsmót unglinga 2010 - U11

 

Annar dagur mótsins var í dag þar sem leikið var fram í úrslit í öllum greinum nema í einliðaleik, þar var keppt fram í undanúrslit. Keppni hófst klukkan níu í morgun og leikið var fram á seinnipart.

Í flestum greinum voru það þeir einstaklingar og pör sem eru raðaðir sem komust í úrslit en í einhverjum tilvikum var um óvænt úrslit að ræða.

Í dag var þó keppt til úrslita í U11, snáða- og snótaflokki. Íslandsmeistari í snáðaflokki er Andri Snær Axelsson ÍA.  Íslandsmeistari í snótaflokki er Andrea Nilsdóttir TBR.

 

Íslandsmót unglinga 2010 - U11 - Andri Snær Axelsson ÍA og Bjarni Guðmann Jónsson UMSB
 
Íslandsmót unglinga 2010 - U11 - Andrea Nilsdóttir TBR og Erna Katrín Pétursdóttir TBR

 

Á morgun hefst keppni klukkan níu á undanúrslitaleikjum í einliðaleik.  Í kjölfar þeirra verður spilað til úrslita í öllum greinum.

Smellið hér til að skoða úrslit dagsins.

Skrifað 6. mars, 2010
mg