Íslandsmót unglinga - fyrsti dagur

Íslandsmót unglinga í badminton fer fram á Akranesi nú um helgina. Fyrsti dagur mótsins af þremur fór fram í dag föstudag. Mótið fór mjög vel af stað og leikir voru aðeins á undan áætlun.

Leiknar voru ein til tvær umferðir í einliðaleik í öllum flokkum nema U19 en keppni þar hefst ekki fyrr en á morgun. Einnig var leikinn tvíliða- og tevnndarleikur í stærstu flokkunum. Smellið hér til að skoða úrslit dagsins.

Myndir koma inn í myndasafn heimasíðu BSÍ á morgun.

Keppni hefst á ný klukkan níu í fyrramálið en þá verður leikið fram í úrslit í öllum flokkum nema í einliðaleikjum, þar verður leikið fram í undanúrslit.

Keppni í flokki U11 fer fram á morgun og hefst klukkan 9.  Leikirnir í U11 eru ein lota upp í 21 stig.  Verðlaun verða veitt um leið og keppni í flokknum lýkur og má gera ráð fyrir að það verði um klukkan 10:45.

Skrifað 5. mars, 2010
mg