Íslandsmót unglinga hefst á morgun

Á morgun, föstudag, hefst Íslandsmót unglinga í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi.  Mótið hefst klukkan 10 á keppni í U13. 

Keppni í U11 fer fram á laugardaginn milli klukkan 9 og 11. 

Mótaskráin er komin á netið og hægt er að nálgast hana með því að smella hér.  Mótaskráin verður ekki til dreifingar á mótinu. 

Smellið hér til að nálgast aðrar upplýsingar um mótið. 

Á laugardaginn hefst keppni klukkan 9 og verður spilað fram í úrslit í öllum flokkum nema í einliðaleik, spilað verður fram í undanúrslit einliðaleikja. 

Á sunnudaginn hefst keppni klukkan 9 og þá fara fram undanúrslitaleikir í einliðaleik og allra úrslitaleikja.  Þetta á við um alla flokka nema U11.

Til að nálgast tímasetningar og niðurröðun smellið hér

Skrifað 4. mars, 2010
mg