B˙i­ a­ draga Ý German Junior 2010

U19 lið Íslands heldur til Þýskalands í næstu viku til að taka þátt í German Junior 2010 mótinu. Badminton Europe er búið að birta niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Íslenska liðið skipa Egill G. Guðlaugsson, Haukur Stefánsson, Kári Gunnarsson, Jónas Baldursson, Elín Þóra Elíasdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Rakel Jóhannesdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir.

Ljóst er að sumir íslensku keppendurnir mæta geysisterkum andstæðingum á mótinu. Haukur spilar meðal annars fyrsta einliðaleik sinn gegn Young Woong Ha frá Suður Kóreu sem er búist við að vinni mótið í flokki einliðaleiks karla. Sunna Ösp spilar fyrsta einliðaleik sinn gegn F. Deprez frá Þýskalandi sem er röðuð í þriðja sæti.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar mótsins.

Skrifa­ 2. mars, 2010
mg