Randers sigrađi Gentofte2 um helgina

Randers, lið Helga Jóhannessonar í dönsku deildinni, sigraði Gentofte 2 7-6 á laugardaginn í spennandi leikjum. 

Helgi spilaði tvo leiki með liðinu, tvenndarleik og tvíliðaleik.  Helgi og Katrine Tersgov unnu tvenndarleikinn 22-20 og 21-18 en þau spiluðu gegn Thomas Stavngaard og Charlotte Dew-Hattens.  Helgi spilaði tvíliðaleik með félaga sínum, Martin Braatz Olsen.  Þeir töpuðu 17-21 og 13-21 fyrir Frank Larsen og Henrik Stumpe. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit leikjanna.

Randers spilar næst gegn Solröd Strand 2 (O) þann 16. mars næstkomandi. 

Randers er nú í 2. sæti milliriðilsins og hefur góðan möguleika á að komast í úrvalsdeild á næsta tímabili.

Skrifađ 1. mars, 2010
mg