Reykjavíkurmót fullorđinna - úrslit

Reykjavíkurmót fullorðinna var haldið í TBR húsunum um helgina.

Í meistaraflokki í einliðaleik karla sigraði Atli Jóhannesson TBR Egill G. Guðlaugsson ÍA 21-10 og 21-8. Daníel Reynisson KR og Arthúr Geir Jósefsson TBR urðu í 3. - 4. sæti.

Í tvíliðaleik, sigruðu Atli Jóhannesson TBR og Njörður Ludvigsson TBR Arthúr Geir Jósefsson TBR og Einar Óskarsson TBR 22-20 og 21-18.

Í einliðaleik kvenna varð Rakel Jóhannesdóttir TBR í fyrsta sæti. Hún sigraði Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR 21-10 og 21-18. Elín Þóra Elíasdóttir TBR og Þorbjörg Kristinsdóttir TBR urðu í 3. - 4. sæti.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Rakel Jóhannesdóttir TBR og Elín Þóra Elíasdóttir TBR. Í öðru sæti urðu Hanna María Guðbjartsdóttir TBR og Þorbjörg Kristinsdóttir TBR.

Í tvenndarleik sigruðu Atli Jóhannesson TBR og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Í öðru sæti urðu Róbert Þór Henn TBR og Karítas Ósk Ólafsdóttir ÍA. Atli og Snjólaug unnu eftir oddalotu 21-14, 13-21 og 21-16.

Í einliðaleik í A-flokki karla sigraði KR-ingurinn Reynir Guðmundsson eftir oddalotu Jónas Baldursson TBR 21-19, 16-21 og 21-9. Í tvíliðaleik karla sigruðu Haukur Stefánsson TBR og Ívar Oddsson TBR.

Í einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR. Hún vann Maríu Árnadóttur TBR 21-19 og 21-11.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sara Högnadóttir. Þær unnu Önnu Maríu Þorleifsdóttur BH og Sigrúnu Maríu Valsdóttur BH 21-17 og 21-12.

Í tvenndarleik unnu Kjartan Pálsson TBR og Sara Högnadóttir TBR. Annað sætið hrepptu Ívar Oddsson TBR og Berta Sandholt TBR. Kjartan og Sara unnu 21-18 og 21-16.

Í B-flokki í einliðaleik karla sigraði Eiður Ísak Broddason TBR. Hann sigraði Sigurð Sverri Gunnarsson TBR 21-14, 11-21 og 21-19.

Í tvíliðaleik karla sigruðu Guðni Agnar Ágústsson TBR og Hilmar Páll Hannesson TBR. Þeir sigruðu Sigurð Sverri Gunnarsson TBR og Stefán Þór Bogason TBR 21-15 og 21-19.

Í einliðaleik kvenna vann Hulda Lilja Hannesdóttir TBR. Sigríður Árnadóttir TBR var í öðru sæti.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Jóna Kristín Hjarardóttir og Sigríður Árnadóttir. Þær höðu betur gegn Dísu Maí Jósefsdóttur og Huldu Lilju Hannesdóttur. Leikurinn endaði 21-15 og 21-17.

Í tvenndarleik voru það Daníel Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR sem höfnuðu í fyrsta sæti. Í öðru sæti enduðu Hilmar Páll Hannesson TBR og Hulda Lilja Hannesdóttir TBR.

Til að sjá fleiri úrslit á mótinu smellið hér.

Skrifađ 2. mars, 2010
mg