Greve vann Vendsyssel

Greve, lið Tinnu Helgadóttur, tekur nú þátt í toppbaráttunni í úrvalsdeildinni í Danmörku. 

Greve vann Vendsyssel 4-2 í gærkvöldi.  Sex leikir voru spilaðir, tveir einliðaleikir karla, einn einliðaleikur kvenna, einn tvíliðaleikur kvenna, einn tvíliðaleikur karla og einn tvenndarleikur.  Greve vann einn einliðaleik karla, báða tvíliðaleikina og tvenndarleikinn. 

Tinna Helgadóttir spilaði einliðaleik gegn Camilla Sörensen og tapaði 16-21 og 17-21. 

Eftir leikinn er Greve enn á toppnum með 34 stig.  Team Skælskör Slagelse er í öðru sæti með 27 stig. 

Smellið hér til að fá fleiri upplýsingar um leikinn.

Skrifað 23. febrúar, 2010
mg