Árni Þór hefur valið U19 hópinn sem fer til Þýskalands

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið hverjir keppa fyrir Íslands hönd í German Junior Open 2010 í mars. Þetta er mót sem U19 landslið Íslands tekur þátt í.

Liðið skipa Egill G. Guðlaugsson ÍA, Kári Gunnarsson TBR, Jónas Baldursson TBR, Haukur Stefánsson TBR, Elín Þóra Elíasdóttir TBR, Rakel Jóhannesdóttir TBR, Jóhanna Jóhannsdóttir TBR og Sunna Ösp Runólfsdóttir TBR.

Mótið verður í Berlín í Þýskalandi dagana 11. – 14. mars. Um 200 keppendur frá 28 þjóðum taka þátt í mótinu.

Ekki er búið að draga í mótið en tilkynning þar að lútandi mun verða sett á heimasíðu BSÍ þegar drátturinn er settur á netið.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.

Skrifað 23. febrúar, 2010
mg