Danir eru Evrópumeistarar í kvenna- og karlaflokki

Danir tryggðu sér Evrópumeistaratitlana bæði í kvenna- og í karlaflokki í dag. 

Í kvennaflokki sigruðu Danir Rússa 3-0.  Rússar lentu því í öðru sæti og Þjóðverjar í því þriðja. 

Í karlaflokki unnu Danir Pólland 3-0 og í þriðja sæti urðu Þjóðverjar líkt og í kvennaflokki. 

Danir unnu einnig báða flokkana síðast, árið 2008. Danir taka því þátt í Heimsmeistaramóti landsliða, Thomas og Uber Cup í maí næstkomandi sem haldið verður í Kuala Lumpur.

Íslenska kvennalandsliðið lenti því í 15. - 20. sæti mótsins og íslenska karlalandsliðið í 21. - 26. sæti. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Evrópumótinu.

Skrifað 21. febrúar, 2010
mg